Vinna við Dýrafjarðargöng hefur gengið mjög vel í vikunni. Nú er grafið í gegnum stórstuðlað basaltlag, þannig að sama lagið hefur verið á stafninum alla vikuna. Jarfræðilega séð hefur það verið tíðindalítið og framvindan eftir því góð. Verkstaða í lok vikunnar er því þannig að lengd ganganna Dýrafjarðarmegin er orðin 602,1 m, vikuframvindan var 82,4 m. Samanlögð lengd ganga er nú 4.259,7 m sem er um 80,4% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 1.041,3 m, þannig að ef fram heldur sem horfir verður innan við 1 km eftir í lok vikunar sem nú er að hefjast.