Teigsskógur: Skýrist seinnipart 2018

Séð út með Þorskafirði.

 

Tafir á vegagerð í Gufudalssveit voru á dagskrá fundar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fyrir helgi. „Það var farið yfir stöðuna og hvenær mætti vænta þess að eitthvað færi að hreyfast þarna,“ sagði Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Í viðtalinu segir hún að fram hefði komið á fundinum að Vegagerðin gerði ráð fyrir að það gæti legið fyrir seinnipart næsta árs hvort og þá hvenær yrði hægt að hefja framkvæmdir. „Það sem helst er athugavert, að mínu mati, er þessi gríðarmikla töf. Vestfirðingar eru ekki öfundsverðir af vegakerfi sínu. Við erum öll sammála um að eitthvað verði að fara að gerast í þessum málum,“ sagði Valgerður.

DEILA