Næstbesta heilbrigðiskerfið

Ísland er með næst­besta heil­brigðis­kerfi í heimi, sam­kvæmt um­fangs­mik­illi rann­sókn á heil­brigðis­kerf­um heims­ins. Niður­stöður voru birt­ar í The Lancet, einu virt­asta og elsta lækna­tíma­riti heims, fyr­ir helgi.Um er að ræða út­reikn­ing á heil­brigðis­vísi­tölu sem er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heil­brigðisþjón­ustu með til­liti til dán­artíðni af viðráðan­leg­um sjúk­dóm­um. Heilbrigðisvísitala Íslands reiknast sem 94 af 100 mögulegum og er það rétt á eftir Andorra sem trónir á toppnum með 95 af 100. Sviss er í þriðja sæti með 92 og Noregur og Sví- þjóð saman í fjórða með 90 stig.

Heilbrigðisvísitala er reiknuð út frá aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu með tilliti til dánartíðni af viðráðanlegum sjúkdómum. Rannsóknin tekur til 195 landa og skoðaðar eru upplýsingar frá árunum 1990 til 2015.

DEILA