Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 18.09.14 Langþreyttir á bílhræjum

Íbúar í Hnífsdal eru orðnir langþreyttir á bílahræjum og varahlutum á lóð einni við Stekkjargötu. Margir hafa reynt að tala við eiganda lóðarinnar án árangurs og sífellt bætist við draslið að sögn Hnífsdælings sem hafði samband við blaðið. „Við erum að verða vitlaus og það verður að gera eitthvað. Þetta er svo mikið lýti fyrir Hnífsdal. Það er komið þarna bátaskýli í bland við margt annað og mælirinn er bara að verða fullur.“ Málið er komið í ferli hjá umhverfis- og framkvæmdamálanefnd Ísafjarðarbæjar ásamt öðrum málum er varða rusl á opnum svæðum.
Meira

bb.is | 18.09.14 | 16:55 Grindhvalur hringsólar við Eyrina

Mynd með frétt Grindhvalur hefur hringsólað í Skutulsfirði í allan dag, nokkra tugi metra frá fjöruborðinu við norðanverða Eyrina. Margmenni var að taka myndir og velta fyrir sér af hvaða tegund hvalurinn er. Þorvaldur Gunnlaugsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, skoðaði myndir af hvalnum ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 16:09Hrútshausinn Gandalf til sölu

Mynd með fréttÁ Facebook má finna sölusíðu sem nefnist Ísafjarðarmarkaðurinn. Þar er hægt að kaupa og selja allt milli himins og jarðar og hlutirnir staldra yfirleitt ekki lengi við. Á þriðjudag auglýsti Ingibjörg Ólafsdóttir de Florian hrútshöfuð til sölu sem verður að teljast ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 15:48Útilokar ekki lög um Teigsskóg

Mynd með fréttHanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, útilokar ekki lagasetningu til að heimila vegagerð í Teigsskógi. Skipulagsstofnun hafnaði nýrri tillögu Vegagerðarinnar að veglínu um Teigsskóg. „Þetta eru að mínu mati mikil og mjög alvarleg vonbrigði. Þetta er auðvitað búið að taka mjög langan tíma ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 15:01Rakt loft ýkir móðuna

Mynd með fréttTrausti Jónsson, veðurfræðingur, gefur ekki afdráttarlaust svar við spurningu um eldmistur á Vestfjörðum. Trausti fékk spurninguna á Facebooksíðu um veðurtengd mál sem hann heldur úti og nefnist Hungurdiskar. „Það má vel vera að hér sé um eldmistur að ræða,“ segir Trausti ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 14:50Ákvörðun Skipulagsstofnunar verður kærð

Mynd með fréttVegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að hafna að taka nýja veglínu í Þorskafirði í umhverfismat. Það er úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem tekur afstöðu til kærunnar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að Vegagerðin hafni þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að ...
Meira

bb.is | 18.09.14 | 14:04Vegrið endurnýjað á Hnífsdalsvegi

Mynd með fréttVegagerðin endurnýjar þessa dagana vegrið á Hnífsdalsvegi, rétt fyrir utan Krók. Vegriðið eyðilagðist í sumar í aurflóði úr Eyrarfjalli í miklum rigningum í byrjun júlí. Gríðarlegar rigningar voru á norðanverðum Vestfjörðum í byrjun júlí, svo miklar að elstu menn muna vart ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Bjarnabúð Bolungarvik

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum, stofnuð 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Vanti þig nál, tvinna, garn, lambalæri, mjólk, bók, gjafir eða fatnað, þá finnur þú það í Bjarnabúð. Opið alla daga vikunnar.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Ólína Þorvarðardóttir | 17.09.14 | 09:35 Vanræksla á Vestfjörðum

Mynd með frétt Nýlega fór fram umræða í þinginu um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Þörf umræða ...
Meira

  Sælkeri vikunnar – Elísabet Gunnarsdóttir á | 12.09.14 Kryddlegin selshjörtu og kræklingasúpa

  Mynd með frétt „Mataruppskriftir koma til manns eftir ýmsum leiðum, skemmtilegast finnst mér þegar tilviljanir ráða ferðinni og hráefnisskortur og jafnvel slys fæða af ...
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmenn vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli