Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 01.07.16 Vildi sýna girnilegustu leiðirnar á korti

„Að nokkru leyti er útivistarkortið hápunktur á ferli mínum,“ segir Ómar Smári Kristinsson (Smári) listamaður í samtali við BB í tilefni útkomu útivistarkortsins sem er nákvæm teikning af helstu útivistarsvæðum í Skutulsfirði yfir í nágrannafirði og dali. Smári teiknaði einnig bæjarkortið af Ísafirði sem kom út sumarið 2012 og bæjarkortið af Bolungarvík sem kom út vorið 2014. Um er að ræða stórar trélitamyndir en mikil nákvæmnisvinna liggur á bak við þær. Í nýjasta kortinu renna saman nokkrir þættir saman í einn þráð að sögn Smári. „Atvinna mín og áhugamál, þ.e. teikningin, áhugi minn og reynsla af útivist og áhugi á kortum og kortagerð. Undirbúningurinn hefur sem sagt átt nær ævilangan aðdraganda hjá teiknaranum og rúman áratugs aðdraganda hjá göngugarpinum. Alveg frá því að við Nína fluttum til Ísafjarðar hef ég verið gangandi og hjólandi um hið frábæra umhverfi bæjarins, hvenær sem ég hef haft tíma til. Ekki versnaði staðan þegar Ferðafélag Ísfirðinga var stofnað," segir Smári.
Meira

bb.is | 01.07.16 | 16:24 Sýnt beint frá landsleiknum

Mynd með frétt Líkt og á mánudag verður sýnt beint frá landsleik íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gegn Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins á risatjaldi í Edinborgarsal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Félagsheimilinu í Bolungarvík en leikurinn hefst kl. 19 á sunnudagskvöld. Þá verður ...
Meira

bb.is | 01.07.16 | 15:49Styrkja Dýrafjarðardaga um 200 þúsund

Mynd með fréttAðstandendur bæjarhátíðarinnar Dýrfjarðardagar fengu óvænta og skemmtilega tilkynningu frá Ísafjarðarbæ í gær. „Hátíðarnefnd hefur tekið ákvörðun um að styrkja Dýrafjarðardaga í tilefni af því að 150 ár eru síðan Ísafjarðarbær fékk fyrst kaupstaðarréttindi. Ísafjarðarbær hefur áhuga á því að tímamótunum ...
Meira

bb.is | 01.07.16 | 15:35Gaman að sjá hvað margir samgleðjast manni

Mynd með frétt„Viðtökurnar voru mjög góðar, mjög gaman að sjá hvað margir samgleðjast manni sem ég tel vera mikilvægt þar sem þetta er ekki hægt án stuðnings frá sínu fólki og eins og sást í gær þá á ég fullt af fólki í ...
Meira

bb.is | 01.07.16 | 14:50Bátadagar haldnir í níunda sinn

Mynd með fréttBátadagar við Breiðafjörð eru haldnir í níunda sinn um helgina og í tenglum við þá verður lifandi tónlist og opinn bar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum annaðkvöld. Þar munu bræðurnir Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir ...
Meira

bb.is | 01.07.16 | 14:14Fremur stífur vindur í dag

Mynd með fréttEitthvað mun hann blása á hina ófáu ferðalanga sem leggja leið sína á Vestfirði í dag, hvort sem það er til að fara á Hamingjudaga, Dýrafjarðardaga, Markaðshelgi eða Flæðareyrarhátíð og sennilegast verður bleytt aðeins upp í þeim líka, en spár gera ...
Meira

bb.is | 01.07.16 | 12:45Shiran hættir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða

Mynd með fréttMikil blóðtaka er nú hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, í gær var síðasti starfsdagur Jóns Páls Hreinssonar sem starfað hefur sem ráðgjafi hjá félaginu frá 2013 og sama dag lagði Neil Shiran K. Þórisson framkvæmdastjóri inn uppsögn sína. Viktoría Rán Ólafsdóttir, ráðgjafi félagsins ...
Meira


Jón Páll Hreinsson | 27.06.16 | 09:11 Íslendingar, Vestfirðingar, bræður og systur,

Mynd með frétt „Ég horfi ekki á fótbolta“, las ég á Facebooksíðu vinkonu minnar eftir leikinn við Portúgal á þriðjudaginn. ,,Ég læt ekki hafa mig í þessa vitleysu,” var skrifað, ,,hef annað við tíma minn að gera.”.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli