Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 23.04.14 Prófar sig áfram með ísdorg

Gústaf Gústafsson, stangveiðimaður með meiru í Bolungarvík, hefur lagt stund á ísdorg í vetur, bæði í Syðridalsvatni við Bolungarvík og í Vatnadal í Súgandafirði. Gústaf segir að í ísdorgi gætu falist miklir möguleikar í heilsársferðaþjónustu. „Á Vestfjörðum skortir fleiri afþreyingarmöguleika fyrir ferðamenn á veturna og ísdorg gæti verið einn af þeim,“ segir Gústaf. Veiðin hefur ekki verið mikil að sögn Gústafs en veturinn sem er að líða er sá fyrsti sem hann stundar þetta af einhverri alvöru, hann sé enn að læra á veiðistaðina og safna sér reynslu. Hann þurfti að smíða framlengingu á ísborinn því ísinn getur verið mjög þykkur.
Meira

bb.is | 23.04.14 | 16:58 Myndasyrpa frá Aldrei fór ég suður

Mynd með frétt Aldrei fór ég suður er afar „fótógenískur“ viðburður og sækjast ljósmyndarar víða að í að komast vestur. Einbeittir popparar og öskrandi rokkarar eru gott myndefni, það eru algild sannindi. Sigurjón J. Sigurðsson mætti með myndavélina bæði kvöldin þessar myndur eru brotabrot ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 16:19Strandveiðiflotinn mættur í Víkina

Mynd með fréttMargir strandveiðibátar gera út frá Bolungarvík í sumar, enda stutt á fengsæl mið og hafnaraðstaða í Bolungarvík góð. Strandveiðarnar byrja 5. maí og segir Heiðar Hermannsson, yfirhafnarvörður í Bolungarvík, að strandveiðiflotinn sé mættur í Víkina og flestir bátar komnir á flot. ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 15:48Stöðugleiki á Ströndum

Mynd með fréttÍbúar í þremur hreppum á Ströndum, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru 664 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Flestir eru íbúarnir í Strandabyggð, 506, í Kaldrananeshreppi eiga 105 lögheimili og 52 í Árneshreppi. Stöðugleiki hefur ríkt í íbúafjölda svæðisins undanfarin ár og má ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 15:01Kveikt á gosbrunninum á Austurvelli

Mynd með fréttKveikt var á gosbrunninum á Austurvelli í dag. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir að það sé viðeigandi á kveikja á honum í dag þar sem sumardagurinn fyrsti sé á morgun. „Fyrstu krakkarnir eru búnir að detta ofan í hann svo þetta ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 14:50Lærði um þjóðgarða og verndarsvæði

Mynd með frétt„Þetta var afskaplega áhugavert og skemmtilegt nám og alveg yndislegt að koma á Hvanneyri í staðarlotum,“ segir Ísfirðingurinn Jónas Gunnlaugsson, fyrrum bóksali og núverandi rekstrarstjóri Melrakkasetursins í Súðavík, í samtali við Bændablaðið. Jónas lauk námi með BS-gráðu síðastliðið vor á náttúru- ...
Meira

bb.is | 23.04.14 | 14:05Eiga von á stærri hópi en venjulega

Mynd með frétt„Það var ágæt mæting, bæði fólk sem hefur tekið nemendur að sér áður og svo nýtt fólk líka,“ segir Pernilla Rein verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða um kynningarfund sem þar var haldinn í gær vegna komu bandarískra nemenda í sumar sem vantar gistingu ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Afleysing í afgreiðslu og á síma

Almenn afgreiðsla og símsvörun á Ísafirði. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist stofnuninni. Sjá nánar á hvest.is.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Daníel Jakobsson | 23.04.14 | 11:51 Takk fyrir

Mynd með frétt Enn einir páskar eru yfirstaðnir og flestir gestir okkar farnir til síns heima og við hin erum að ná okkur eftir fjörið, útivistina, matinn, súkkulaðið og allar samræðurnar. Ísafjörður er orðinn einn af miðpunktum íslenskrar páskamenningar. Skíðavikan sem hefur verið við ...
Meira

  Leitarvélin

  Útgefandi

  Gúttó ehf.
  Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
  Sími 456 4560 - Fax 456 4564
  Kt. 680501-2620
  netfang: bb@bb.is
  Veffang: www.bb.is

  Ritstjóri vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson

  Ábyrgðarmenn vikublaðsins
  Bæjarins besta

  Sigurjón J. Sigurðsson
  Halldór Sveinbjörnsson  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli