Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 06.05.15 Hagnaður tíunda árið í röð

Afkoma Orkubús Vestfjarða var óviðunandi á síðasta ári að mati Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra. Hagnaður fyrir skatta nam 112,3 milljónum króna samanborið við 278 milljónir árið 2013. Fyrirtækið skilar hagnaði 10 árið í röð. Í árskýrslu fyrirtækisins segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri að afkoman sé óviðunandi, hvort sem horft er til fjárfestingarþarfar eða ávöxtunar eigin fjár þess. Afkoman er mun slakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og segir Kristján að það skýrist af kostnaðarauka vegna skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu á orku fyrir hitaveitukatla.
Meira

bb.is | 06.05.15 | 16:57 Kanna ábendingar um verkfallsbrot

Mynd með frétt Verkalýðsfélagi Vestfirðinga hafa borist ábendingar um verkfallsbrot á fyrsta degi verkfallsins sem hófst á miðnætti. „Við erum að kanna réttmæti ábendinganna og höfum hvatt fólk til að taka myndir og senda okkur, þá sést svart á hvítu hvort um verkfallsbrot sé ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 16:11Lykilatriði að menn eru að tala saman

Mynd með fréttÞað er rólegt umhorfs í fiskvinnslu Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. í Hnífsdal á fyrsta heila degi verkfalls. Þrátt fyrir harðan tón í samninganefndum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, jákvætt að menn eru að tala saman. „Meðan ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 15:50Grunnvíkingafélagið 60 ára

Mynd með fréttGrunnvíkingafélagið á Ísafirði sem fagnar 60 ára afmæli á árinu heldur upp á þau tímamót með afmælisfagnaði í Félagsheimilinu í Bolungarvík á laugardag. Félagið var stofnað í samkomusal Norðurpólsins við Pólgötu á Ísafirði 24. mars 1955 og voru stofnfélagar 35. Frá ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 15:03Dæmdur fyrir árás á lögreglu

Mynd með fréttHéraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 23 ára gamlan mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfararnótt sunnudagsins 20. apríl 2014, veist að lögreglumanni við skyldustörf á Ísafirði, ýtt við honum með báðum höndum, slegið hann hnefahögg ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 14:52Fjögur vestfirsk sveitarfélög hafa ekki innleitt siðareglur

Mynd með fréttAlls hafa 59 sveitarfélög af 74 hafa sett sér siðareglur og sent innanríkisráðuneytinu til staðfestingar að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjögur af þeim fimmtán sveitarfélögum sem ekki hafa innleitt siðareglur eru á Vestfjörðum. Þau eru Bolungarvík, Ísafjarðarbær, ...
Meira

bb.is | 06.05.15 | 14:15Tvö vestfirsk verkefni fengu styrki

Mynd með fréttStyrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað við hátíðlega athöfn í Bláa lóninu fyrir stuttu. Alls fengu 33 verkefni styrk að þessu sinni, þar af tvö vestfirsk. Alls bárust 239 umsóknir um styrki en 35 milljónir króna voru til skiptana. Perlur fjarðarins ...
Meira


Ólafur Bjarni Halldórsson | 04.05.15 | 10:03 Framfarir eru verk frumkvöðla

Mynd með frétt Ekki er annað við hæfi þegar lokið er glæsilegustu keppni í skíðagöngu sem haldin hefur verið á Íslandi fyrr og síðar en að þakka öllu því ágæta fólki sem á heiðurinn af því að svo vel tókst til. Enginn þarf að efast um að til að ná þeim frábæra árangri sem við urðum vitni að um nýliðna helgi liggur þrotlaus skipulagsvinna og barátta.
Meira


  Sælkerar vikunnar – Árný Rós Gísladóttir | 01.05.15 Gulrófustappa með gulrótum og kartöflum, vanillusósa og Gelé

  Mynd með frétt Pinnekjøt eða pinnakjöt er venju samkvæmt jólamaturinn í Noregi. Þar sem pinnakjöt fæst ekki á Íslandi ætlum við að bjóða upp á meðlæti sem borið er fram með kjötinu en hægt er að borða það með mörgu öðru, t.d pulsum og saltkjöti. Norðmenn eru snillingar í desert. Það sem við höfum tileinkað okkur í þeirri deild er vanillusósa. Hana er hægt að hafa hreinlega með öllu í desert deildinnni, yfir ávexti, ís og kökur. Við notum hana óspart hér á sumrin þegar uppskeran er í hámarki og hægt að kaupa út um alla sveit dýrindis ávexti af öllum gerðum. Í uppáhaldi ...
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli