Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 26.03.15 Krefjast þess að Ísafjarðardjúp verði lokað fyrir sjókvíaeldi

Landssamband veiðifélaga hefur ritað Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem þess er krafist að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði verði lokað fyrir sjókvíaeldi á norskættuðum eldislaxi. Í bréfinu er vísað til samkomulags fiskeldismanna og veiðiréttareigenda og stjórnvalda á grundvelli niðurstöðu nefndar sem ráðherra skipaði árið 1988 um dreifingu á norskum laxastofnun. Lítur landssambandið þannig á að stjórnvöld hafi með samkomulaginu skuldbundið sig til að fylgja grundvallar niðurstöðu nefndarinnar um að bannað sé að nota norskættaðan lax í sjókvíaeldi við Ísland.
Meira

bb.is | 26.03.15 | 16:57 Vatnslaust í Holtahverfi og í Hnífsdal á morgun

Mynd með frétt Vatn verður tekið af Holtahverfi í Skutulsfirði í fyrramálið. Starfsmenn áhaldahússins þurfa að endurnýja tvær heimtaugar í Fagraholti og þarf að taka vatn af öllu hverfinu á meðan viðgerð stendur. Guðjón J. Jónsson bæjarverkstjóri segir að skrúfað verði fyrir upp úr ...
Meira

bb.is | 26.03.15 | 16:11Atkvæðagreiðsla um verkfall endurtekin

Mynd með fréttSamninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur ákveðið að afturkalla atkvæðagreiðslu um verkfall sem hófst á mánudag. Félagsdómur úrskurðaði að atkvæðagreiðsla Rafiðnaðarsambandsins vegna verkfalls tæknimanna á RÚV væri ólögleg þar sem óheimilt sé að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi. Í ljósi ...
Meira

bb.is | 26.03.15 | 15:50Hættir bankastörfum eftir 34 ár

Mynd með fréttSíðasti vinnudagur Sóleyjar Vilhjálmsdóttur hjá Landsbankanum í Króksfjarðarnesi var í gær, miðvikudag, en hún er komin á aldur, eins og kallað er. Hún hafði þá unnið við bankastörf í héraðinu samanlagt á fjórða áratug, eða allt frá 1981. Þá byrjaði hún ...
Meira

bb.is | 26.03.15 | 15:03Sinfó í beinni í Sjónvarpi Símans

Mynd með fréttFiðlustjarnan, Nicola Benedetti, leikur einn vinsælasta Mozart-konsertinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Tónleikunum verður sjónvarpað beint í Sjónvarpi Símans og aðgengilegir í 24 stundir á eftir með Tímaflakkinu. Nicola Benedetti er skosk-ítalskur fiðluleikari sem skaust upp á stjörnuhimininn árið 2004 þegar ...
Meira

bb.is | 26.03.15 | 14:52Styrktarsamningar undirritaðir á Reykjavíkurflugvelli

Mynd með fréttStjórnendur Aldrei fór ég suður undirrituðu styrktarsamninga við helstu bakhjarla hátíðarinnar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hátíðin hefur verið þeirra gæfu aðnjótandi að njóta stuðnings sömu bakhjarlanna ár eftir ár. Má þar nefna Flugfélag Íslands sem hefur verið með frá byrjun, Orkusöluna, ...
Meira

bb.is | 26.03.15 | 14:05Nýir vertar á Kaffi Norðurfjörð

Mynd með fréttHreppsnefnd Árneshrepps hefur ráðið þær Söru Jónsdóttur og Lovísu Vattnes til að sjá um rekstur Kaffi Norðurjfarðar. Þær vinkonur og stöllur segjast hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni. „Við höfum margra ára reynslu af þjónustu og brennandi áhuga ...
Meira


Magnús Reynir Guðmundsson | 26.03.15 | 13:36 Vísis módelið á Patreksfirði?

Mynd með frétt Nú berast fréttir af því að fyrirtækið Fjarðalax ætli sér að hætta að fullvinna eldirfisk sinn á Patreksfirði og flytja vinnsluna þaðan, og trúlega frá Vestfjörðum. Þetta er eftir öðru í þessu þjóðfélagi, þar sem stjórnvöld gera allt til að grafa undan atvinnulífi á landsbyggðinni. Í þessu tilviki með aðgerðarleysi sínu. Setja ekki sanngjarnar leikreglur sem trygggja, að fyrirtæki komist ekki upp með níðingshátt, eins og þann sem Vísir sýndi á Þingeyri og víðar um land fyrir skömmu. Og nú er komið að Vesturbyggð.
Meira


  Sælkerar vikunnar – Guðrún Anna Finnbogadóttir | 20.03.15 Þjóðlegt með ferskum blæ

  Mynd með frétt Þar sem fiskur hefur spilað stóran þátt í lífi okkar og forfeðra okkar hef ég ákveðið að bjóða upp á einfaldann fiskrétt sem allar kynslóðir geta glaðst yfir. Uppskriftin er úr bókinni „Heilsuréttir fjölskyldunnar“ sem aðlagar gott hráefni að smekk ungafólksins. Þar sem þjóðlegt er í tísku núna langar mig einnig að bjóða uppá þjóðlega „gamaldags“ jarðaberjatertu sem við buðum uppá í brúðkaupinu okkar árið 2000 sem var í Ósvörinni.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli