Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 18.12.14 Míla braut gegn jafnréttisákvæðum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Míla hafi brotið gegn þeirri jafnræðiskvöð sem hvílir á fyrirtækinu með því að veita Snerpu ekki nauðsynlegar upplýsingar eða leiðbeiningar í tengslum við VDSL væðingu beggja fyrirtækja í Holtahverfi á Ísafirði. Með ákvörðuninni er leyst úr ágreiningi Snerpu ehf. og Mílu ehf. vegna VDSL væðingar félaganna í Holtahverfi. VDSL kerfi Mílu er nefnt Ljósnet en VDSL kerfi Snerpu nefnist Smartnet. Sá tæknilegi munur er á VDSL þjónustu og hefðbundinni ADSL þjónustu að virki búnaðurinn er almennt staðsettur í símstöðvum í tilfelli ADSL tenginga en í götuskápum í tilviki VDSL tenginga. Þar sem virki búnaðurinn er mun nær endanotandanum í tilviki VDSL eru þær tengingar mun öflugri og afkastameiri en hinar hefðbundnu ADSL tengingar.
Meira

bb.is | 18.12.14 | 16:56 Ganga til sameiningarviðræðna

Mynd með frétt Aðalfundur Boltafélags Ísafjarðar (BÍ), sem haldinn var í gær, samþykkti að ganga til starfa með sameiningarnefnd íþróttafélaga á norðanveðrum Vestfjörðum. Gísli Jón Hjaltason, formaður BÍ, segir að samhljómur hafi verið meðal fundarmanna um að stefna að sameiningu. Aðalstjórn félagsins mun skipa ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 16:10Möndlugjöf í Stjórnsýsluhúsinu

Mynd með fréttÍ Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði er starfrækt mötuneyti þar sem alltaf er dýrindismatur á boðstólum. Þangað mæta þeir sem starfa í húsinu og gestir. Einn þessara gesta, Björn Jóhannsson, hafnsögumaður á Ísafirði mætti í mat í dag enda dýrindis jólamatur á boðstólum, ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 15:49Varð elst allra sem fæðst hafa á Vestfjörðum

Mynd með fréttGuðrún Jónsdóttir úr Arnarfirði, sem andaðist 108 ára gömul á Sólvangi í Hafnarfirði á föstudag, náði hæstum aldri allra sem fæðst hafa á Vestfjarðakjálkanum. Þetta kemur fram á síðunni Langlífi sem Jónas Ragnarsson ritstjóri heldur úti. Þar segir að einungis fjórir ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 15:02Gert ráð fyrir rekstrarafgangi

Mynd með fréttFjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu sem nemur tæplega 8 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði um 403 milljónir króna en rekstrargjöld liðlega 390 milljónir. Áætlunin gerir ráð fyrir auknum skatttekjum á næsta ári ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 14:51Orkuvirki styrkir sex félög

Mynd með fréttOrkuvirki ehf. veitti í gær sex félögum samfélagsstyrki, samtals að fjárhæð 2,3 milljónir króna. Félögin sem fengu styrk eru Íþróttafélagið Kubbi, Edinborgarhúsið, Sólstafir, Krabbameinsfélagið Sigurvon, Íþróttfélagið Ívar og MND-félagið. Orkuvirki er reykvískt fyrirtæki sem starfar um allt land við uppsetningu rafbúnaðar ...
Meira

bb.is | 18.12.14 | 14:05Leikskólagjöld hækka ekki

Mynd með fréttGjaldskrá Ísafjarðarbæjar hækkar almennt um 3,4% um áramót og er það í takt við vísitöluhækkanir. Leikskólagjöld og sorpgjöld hækka þó ekki. Gjaldskrá skíðasvæða Ísafjarðarbæjar hækkar umtalsvert meira. Árskort fullorðinna á skíðasvæðið hækka um 35%, fara úr 14.000 krónum í 18.900 krónur. ...
Meira


Textaauglýsingar

Mynd með frétt

Bjarnabúð Bolungarvik

Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum, stofnuð 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Vanti þig nál, tvinna, garn, lambalæri, mjólk, bók, gjafir eða fatnað, þá finnur þú það í Bjarnabúð. Opið alla daga vikunnar.
Auglýsing

Til að panta textaauglýsingu, hafið samband
í síma 456 4560 eða á netfangið bb@bb.is.
Lýsing á textaauglýsingu: Stutt fyrirsögn,
hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn.
Mynd á JPG sniði, í stærðinni 130x100 dílar (pixel).


Gísli Halldór Halldórsson. | 15.12.14 | 09:34 Fram veginn

Mynd með frétt Bæjarsjóði Ísafjarðarbæjar verður skilað með rekstrarafgangi árið 2015 samkvæmt fjárhagsáætlun, þrátt fyrir umtalsverðar hækkanir launa og lífeyrisskuldbindinga. Gert er ráð fyrir að afgangurinn verði um 28 milljónir króna. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar er þess gætt að skuldaviðmiðið, sem eftirlitsnefnd með fjármálum ...
Meira

  Sælkeri vikunnar – Kristjana Jónasdóttir á | 12.12.14 Steiktur steinbítur og sælubitar

  Mynd með frétt Þar sem Sigurrós skoraði á mig að vera næsti matgæðingur, má ég til með að deila þessari uppskrift. Eldaði hana í ...
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli