Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 28.05.15 Fagna stórsókn í uppbyggingu og úrbótum

Ríkisstjórnin tilkynnti í fyrradag að stórauknu fé verði varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um land allt, ásamt því að umtalsverðum fjármunum verði varið til brýnna vegaframkvæmda á vegakerfi landsins. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) fagna þessum áformum, enda sé ljóst að úrbóta er þörf við fjölfarna ferðamannastaði og á vegakerfi landsins. Fyrir liggur að íslensk ferðaþjónusta hefur haldið uppi atvinnusköpun og hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár með þeim stórauknu umsvifum sem orðið hafa í greininni. Íslensk ferðaþjónusta er nú orðin langstærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins og skilaði þjóðarbúinu um 303 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á síðasta ári. Áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á ferðamannastöðum og úrbætur á vegakerfinu undirstrika þannig mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir land og þjóð.
Meira

bb.is | 28.05.15 | 13:15 Víða vetrarfærð á fjallvegum

Mynd með frétt Vegagerðin vekur athygli á því, að á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er víða vetrarfærð á fjallvegum og eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Klettshálsi og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 11:28Alls ekki það sem við bjuggumst við

Mynd með fréttLandsbankinn hefur ákveðið að loka afgreiðslu sinni á Tálknafirði og verður síðasti afgreiðsludagur föstudaginn 5. júní. Eftir sem áður geta viðskiptavinir bankans á sunnanverðum Vestfjörðum sótt þjónustu til öflugs útibús á Patreksfirði, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Afgreiðslan á Tálknafirði hefur ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 10:45Hjóla illræmdasta þjóðveg landsins og safna áheitum

Mynd með fréttKrakkarnir í 6.-10. bekk Reykhólaskóla ætla núna á laugardaginn að hjóla Vestfjarðaveg 60 um sveitarfélagið sitt endimarka á milli, og jafnframt sýslumarka á milli, því að Reykhólahreppur er eina sveitarfélagið í Austur-Barðastrandarsýslu. Lagt verður af stað á brúnni yfir Kjálkafjörð (skammt ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 10:43Slydda og snjókoma

Mynd með fréttVorið tók enn eitt bakslagið í nótt og víða um landið er snjór niður fyrir miðjar hlíðar og slydda í byggð. Þæfingur og snjóþekja var á fjallvegum á Vestfjörðum í morgun, en búið að er ryðja heiðar. Það er ekki mikil ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 09:41Vorverkin hafin í friðlandinu

Mynd með fréttVorverkin eru hafin hjá landverði Umhverfisstofnunar og ferðaþjónum í friðlandinu á Hornströndum. Í gær var farið í árlegt vorverkefni við uppsetningu á flotbryggjunni á Hesteyri í Jökulfjörðum. Bryggjan var dregin norður á Hesteyri á Ingólfi ÍS, báti Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar, ...
Meira

bb.is | 28.05.15 | 09:25Löggan gat ekki stöðvað stofnfundinn

Mynd með fréttJón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur gegnt því starfi nokkuð á þriðja ár. Þess vegna er hann núna búsettur syðra ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa átt heima á Flateyri nánast alla sína ævi. Hann var í lögreglunni ...
Meira


bb.is | 21.05.15 | 19:58 Háskólasetrið 10 ára

Mynd með frétt Með þekkingu virkjum við auðinn sem liggur ónýttur í auðlindunum ef við kunnum ekki til verka. Það er sama hvort það er þekking sjómannsins, bóndans, fiskverkafólksins, smiðsins eða rannsakandans og frumkvöðulsins. Allar þessar stéttir, og svo miklu fleiri til, þurfa á grunnþekkingu að halda og aðstæðum til að næra hana og bæta við. Að hafa stoð í rannsóknar- og menntastofnunum sem aðgengilegar eru íbúum Vestfjarða er bæði eðlilegt og mikilvægt fyrir metnaðarfullt samfélag. Þess vegna kölluðu Vestfirðingar eftir menntaskóla á sínum tíma, og þess vegna var svo mikil eftirspurn eftir háskólastarfsemi á Vestfjörðum.
Meira


  Sælkerar vikunnar – Unnur Sigfúsdóttir og | 22.05.15 Núðlusúpa

  Mynd með frétt Við ætlum að bjóða upp á uppskrift af hálfgerðri naglasúpu. Það tekur í mesta lagi klukkustund að útbúa hana og hún er bæði bragðgóð og saðsöm. Hægt er að nota frosna kjúklingabita í súpuna og afgangs grænmeti. Það er því yfirleitt einfalt að skella í þessa súpu þó óvænta gesti beri að garði.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Gúttó ehf.
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 680501-2620
   netfang: bb@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Sigurjón J. Sigurðsson   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli