Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 30.09.16 Hvunndagshetja heiðruð

Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. „Bíi hefur unnið óþreytandi og ómetanlegt starf fyrir félagið og því vildi stjórn félagsins heiðra hann með því að afhenda honum fyrstu bleiku slaufuna hjá okkur í ár en hefð er fyrir því að hvunndagshetja sé valin ár hvert til að veita henni móttöku,“ segir Thelma Hjaltadóttir, starfsmaður félagsins.
Meira

bb.is | 30.09.16 | 16:17 Einn fremsti sérfræðingur heims í fiskeldi með fyrirlestur í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Á mánudaginn verða flutt tvö áhugaverð erindi í Háskólasetri Vestfjarða. Fyrri fyrirlesturinn heldur Glenn Page, sérfræðingur á sviði viðbragða við vistkerfisbreytingum. Í fyrirlestrinum fjallar hann um vistkerfisbreytingar og þá hæfni sem nýtist best til að bregðast við þeim.
Meira

bb.is | 30.09.16 | 14:11Moby Dick og dvergarnir 6 og Sigþór réru til sigurs

Mynd með fréttÁrleg róðrakeppni Menntaskólans á Ísafirði fór fram í gær og tóku átta lið þátt. Það voru félagarnir í Moby Dick og dvergarnir 6 og Sigþór, sem báru sigur úr býtum og réru á tímanum 00:49:35. Í öðru sæti var karlalið kennara ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:19Kompudagur í Hnífsdal

Mynd með fréttSvokallaður kompudagur verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal á morgun, laugardag. Þar gefst þeim er vilja losa dót úr geymslum sínum kostur á að koma því aftur í umferð hjá nýjum eigendum. Þar geta einnig þeim sem vilja nota tækifærið og gefa ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:47Landssamband veiðifélaga krefst opinberrar rannsóknar

Mynd með fréttLandssamband veiðifélaga hefur þungar áhyggjur af regnbogasilungi sem veiðist í ám víðsvegar um landið. Fiskistofa fékk ábendingar um það í byrjun september að regnbogasilungur hafi veiðst í ám víða á Vestfjörðum, en nokkur fyrirtæki á Vestfjörðum ala fiskinn í sjókvíum. Engar ...
Meira


Pálína Jóhannsdóttir | 30.09.16 | 10:05 Eldhúsdagsumræður og megrunarkúrar

Mynd með frétt Hvað eiga stjórnmál í dag sameiginlegt með megrunarkúrum eða aðhaldi? Þessi samlíking kom upp í huga minn þegar ég horfði á eldhúsdagsumræður. Umræðurnar lituðust nánast að öllu leyti af komandi kosningabaráttu. Loforðin endurvörpuðust úr einum munni í annan eins og loforðabjúgverpill væri á fleygiferð um sal Alþingis. Það var áberandi að tveir stærstu flokkarnir samkvæmt skoðanakönnunum, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, skáru sig örlítið úr. Sjálfstæðismenn stóðu kokhraustir í pontu, fannst þeim hafa unnið verkin vel og væru á góðri leið. Boðuðu bara blússandi ferð áfram. Þingmenn Sjálfstæðisflokks aðhyllast ekki megrúnarkúra eða skyndilausnir, því allt gengur vel ef bara sumir sleppa því að ...
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli