Forsíða

Mynd með frétt

bb.is | 29.04.16 Fimmtíu km göngunni breytt vegna veðurs

Vegna veðurútlits á morgun hefur stjórn Fossavatnsgöngunnar ákveðið að keppendur gangi tvo 25 km hringi og gangan mun því ekki fara yfir í Engidal. 25 km hringurinn snýr við við gatnamót Botnsheiðar. „Það spáir éljagangi eða snjókomu og það er vindur í þessu, 8-13 m/s og það þýðir að það verður skafrenningur og blint uppi auk þess sem það verður snjóblinda. Það getur verið villugjarnt á Fellshálsi og í Engidal í þessum aðstæðum og við metum það svo að það er mikilvægara að gera vel í 2X25 km heldur en að vera í tómu brasi með 50 km göngu,“ segir Jónas Gunnlaugsson, göngustjóri Fossavatnsgöngunnar.
Meira

bb.is | 29.04.16 | 16:25 Nærri 200 ungmenni á balli á Reykhólum

Mynd með frétt Rapparinn Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur ásamt skífuþeyti (DJ) héldu uppi kraftinum á unglingaballi á vegum Reykhólaskóla sem haldið var í íþróttahúsinu á Reykhólum í gærkvöldi. Hartnær 200 krakkar sóttu ballið, en auk nemenda í Reykhólaskóla voru þar ungmenni frá Hólmavík, ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 15:50Stytta reist af Gullrillu

Mynd með fréttVestfirsku valkyrjurnar í Gullrillunum, eru að öðrum hressum ólöstuðum, allra hressustu keppendur Fossavatnsgöngunnar í ár. Gullrillurnar fara á kostum á Fésbókarsíðu sinni þar sem þær hafa meðal annars beðið afsökunar á vorhreti, sem þær segja nauðsynlegt til að bæta smá snjó ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 14:50Samflot í sundlaug Bolungarvíkur

Mynd með fréttNú geta íbúar á norðanverðum Vestfjörðum reglulega hvílt lúin bein með nýstárlegum hætti í Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík. Því nú stendur til að vera með samflot í sundlauginni alla laugardaga í apríl og maí frá kl. 10-11. Um samflot ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 14:14Síðasta sýning Maju

Mynd með fréttMyndlistarkonan Maja hefur verið afkastamikil lista- og handverkskona undanfarin ár. Þekktasta sköpun hennar er vafalítið konur, án andlits, sem birtast út um víðan völl í hinum ýmsu útgáfum af íslenska þjóðbúningnum. Maja, sem fullu nafni heiti María Guðbrandsdóttir býr og starfar ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 13:22Andlát: Jónas Ólafsson

Mynd með fréttJónas Ólafsson, fyrrum sveitarstjóri og oddviti Þingeyrarhrepps, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði í fyrradag eftir erfið veikindi undanfarin misseri. Hann var fæddur 20. júlí 1929. Jónas var á sínum tíma einn af kunnustu sveitarstjórnarmönnum landsins. Stórum hluta starfsævinnar varði hann ...
Meira

bb.is | 29.04.16 | 12:51Kalli Hallgríms í Víkinni

Mynd með fréttBolvíkingurinn Karl Hallgrímsson mætir á sínar fornu heimaslóðir ásamt fríðu föruneyti og spilar fyrir gesti í félagsheimilinu í Bolungavík á sunnudagskvöld. Tónleikarnir sem verða að kveldi frídags verkalýðsins eru í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur og með Kalla, valinn maður ...
Meira


Jón Helgi Björnsson | 28.04.16 | 14:57 Tvískinnungur og skammsýni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar

Mynd með frétt Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er allrar athygli verð þegar kemur að sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Í fjölmiðlum hefur komið fram að bæjarráðið hafi samþykkt áskorun til til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi áform Arnarlax ehf. um að hefja laxeldi í sjó í Jökulfjörðum.
Meira


  Sælkerinn Eiríkur Örn Norðdahl | 23.03.16 Borgaralegt lúðuplokk

  Mynd með frétt Vegna útgáfu Plokkfiskbókarinnar eftir Eirík Örn Norðdahl var ákveðið að blása einum andardrætti í Sælkera BB. Eiríkur valdi þessa uppskrift af borgaralegu lúðuplokki, sem er vel við hæfi nú um páskana þegar fólk vill gera vel við sig í mat og drykk. Þess má geta að útgáfuhóf bókarinnar verður á laugardaginn 26. mars á heimili höfundar að Tangagötu 22 milli kl. 12 0g 14.
  Meira

   Leitarvélin

   Útgefandi

   Athafnagleði ehf
   Silfurgötu 1, 400 Ísafjörður
   Sími 456 4560 - Fax 456 4564
   Kt. 690715-0740
   netfang: bryndis@bb.is
   Veffang: www.bb.is

   Ritstjóri vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir

   Ábyrgðarmaður vikublaðsins
   Bæjarins besta

   Bryndís Sigurðardóttir   Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli